Innlent

Forynjur á álfabrennu

Fjölmenni og forynjur skemmtu sér við álfabrennu Bolvíkinga í gærkvöldi.

Jólahátíðinni er lokið og fögnuðu Vestfirðingar með brennu og flugeldasýningu en hún var sérstaklega vegleg þetta árið, því Ísfirðingar og Bolvíkingar halda brennuna til skiptis, og síðast þegar hún átti að vera í Bolungarvík var brennunni aflýst vegna veðurs. Þetta árið var norðaustan hraglandi en það bráði aðeins af honum á meðan mesta skemmtunin stóð yfir. Grýla var mætt með börnin sín og bæjarstjórinn var sem fjandinn sjálfur. Fólk skemmti sér konunglega og var sungið og dansað álfakonungi til heiðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×