Innlent

200 milljónir fyrir dvergkafbát

Íslenska hátæknifyrirtækið Hafmynd hefur samið við tvo kaupendur um sölu á dvergkafbát sem fyrirtækið hefur framleitt. Samanlagt kaupverð er tæpar hundrað milljónir. Annar báturinn fer til Ástralíu en ekki fæst gefið upp að sinni hvert hinn fer.

Það er fyrirtækið Hafmynd sem framleiðir kafbátinn sem nefnist GAIVA, og er sjálfstýrður rannsóknarkafbátur og geta einn til tveir sjósett hann hverju sinni. Dvergkafbáturinn er notaður við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar. Kafbáturinn var seldur bandaríska sjóhernum 2005 og einnig kanadískri rannsóknarstofu.

Kafbáturinn fær verðlaun
Torfi Þórhallsson, framkvæmdastóri Hafmyndar (tv.), og Arnar Steingrímsson, viðskiptaþróunarstjóri, á blaðamannafundi í Iðnó í morgun.MYND/Friðrik Þór

Það var svo í dag sem tilkynnt var að tveir aðilar til viðbótar

hefðu fest kaup á kafbátnum. Annar kaupandi vill ekki gefa sig fram um

sinn en þar er um að ræða nágrannaríki Íslands innan

Atlantshafsbandalagsins. Hinn kaupandinn er rannsóknarstofna á vegum

ástralska varnarmálaráðuneytisins. Kaupverð fyrstu tveggja bátanna til

þessara nýju kaupenda er samtals tæpar hundrað milljónir króna.

Einnig

var greint frá því í dag að eitt virtasta rannsóknarfyrirtækið heims,

Frost og Sullivan, hefðu veitt Hafmynd sérstök verðlaun fyrir kafbátinn

og þar með fyrir byltingarkennda lausn í öryggismálum ríkja. Þar með er

fyrirtækið í flokki með stærstu fyrirtækjum heims í hátækni- og

hergagnaiðnaði, þar á meðal QinetiQ Group, Lockheed Martin og Raytheon.

Torfi

Þórhallsson, framkvæmdastjóri Hafmyndar, segir þetta staðfesta viðtökur

markaðarins, þá sérstakelga á sviði öryggiseftirlits og varna gegn

hryðjuverkum, sem sé stór og vaxandi markaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×