Viðskipti innlent

Þúsund færri fólksbílar fluttir til landsins

Bílar.
Bílar.
Bílainnflutningur dróst lítillega saman á síðasta ári miðað við 2005. 17.000 fólksbílar voru fluttir inn á árinu miðað við 18.000 bíla árið áður. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum er veiking á gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum, að sögn greiningardeildar Kaupþings.

Greiningardeildin segir í Hálffimmfréttum sínum í dag að gengi krónunnar hafi tekið mikla dýfu á vormánuðum samanborið við sama tíma árið 2005. Áhrif gengisveikingar krónunnar sjáist mjög vel séu tölur frá síðari helmingi ársins bornar saman við fyrri hluta ársins en samdráttur milli árshelminga nam tæplega 5.000 bifreiðum sem jafngildir 44 prósent samdrætti.

Áður hafði innflutningur bifreiða hins vegar vaxið nokkuð stöðugt milli tímabila og viðsnúningurinn því mikill, að sögn greiningardeildarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×