Loftárásum haldið áfram 9. janúar 2007 19:00 Loftárásum Bandaríkjamanna á Sómalíu var haldið áfram í dag og fullyrða vitni að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim, þar á meðal fjögurra ára drengur. Skotmörkin eru al-Kaída-liðar, sem sumir eru sagðir bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið. Tilgangurinn með árásum Bandaríkjamanna er tvíþættur. Þeir vilja styðja við bakið á bráðabirgðastjórn landsins sem hefur mátt berjast við íslamska uppreinsarmenn þar í marga mánuði. Á sama tíma vilja þeir hafa hendur í hári eða fella al-Kaída liða sem þá grunar um aðild að hryðjuverkaárásum á bandarísk sendiráð í Kenýa og Tansaníu 1998. Árásirnar kostuðu 250 manns lífið. Hryðjuverkamennirnir eru sagðir í hópi uppreisnarmanna sem Bandaríkjamenn fullyrða að tengist samtökunum sterkum böndum. Á meðal þeirra munu vera Abu Talha al-Sudani, sem sagður er leiðtogi al-Kaída í Austur-Afríku, og Fazul Abdullah Mohammed, sem er eftirlýstur af bandarísku Alríkislögreglunni og sagður hafa skipulagt hryðjuverkin fyrir átta árum. Því var þungvopnuð, fjögurra hreyfla herflugvél send til árása seint í gærkvöldi frá herstöð Bandaríkjamanna í nágrannaríkinu Djibútí. Þegar vopnum slíkrar vélar er beitt eira þau engu á stóru svæði. Fyrst var skotið á þorpið Hayo. Heimildir BBC herma að þar hafi fjórir óbreyttir borgarar hið minnsta fallið, þar á meðal fjögurra ára drengur. Síðan var skotið á svæði í Badmado. Árásirnar héldu svo áfram í dag og skotmarkið þá nærri bænum Afmadow í Suður-Sómalíu. Vitni segja vel á þriðja tug óbreyttra borgara hafa týnt lífi. Abdullah Yusuf, forseti Sómalíu, segir Bandaríkjamenn hafa verið í rétt hafi þeir ráðist gegn al-Kaída liðum. Það var ekki fyrr en síðdegis sem bandaríska varnarmálaráðuneytið staðfesti að árásir hefðu verið gerðar í gær. Þeim hafi verið beint gegn al-Kaída liðum og byggt á trúverðugum upplýsingum bandarísku leyniþjónustunnar. Alls óvíst er að árásir síðasta sólahrings hafi nokkur áhrif á baráttuþrek uppreisnarmanna, enda hafa þeir hótað skæruhernaði gegn ríkisstjórn og her Sómalíu. Því til stuðnings bárust fréttir af því síðdegis að óþekktir vígamenn hefðu gert flugskeytaárás á bækistöð eþíópískra og sómalskra hermanna í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Ekki er vitað um mannfall. Sprengingar og skothríð hafa einnig heyrst frá öðrum stöðum í borginni. Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira
Loftárásum Bandaríkjamanna á Sómalíu var haldið áfram í dag og fullyrða vitni að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim, þar á meðal fjögurra ára drengur. Skotmörkin eru al-Kaída-liðar, sem sumir eru sagðir bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið. Tilgangurinn með árásum Bandaríkjamanna er tvíþættur. Þeir vilja styðja við bakið á bráðabirgðastjórn landsins sem hefur mátt berjast við íslamska uppreinsarmenn þar í marga mánuði. Á sama tíma vilja þeir hafa hendur í hári eða fella al-Kaída liða sem þá grunar um aðild að hryðjuverkaárásum á bandarísk sendiráð í Kenýa og Tansaníu 1998. Árásirnar kostuðu 250 manns lífið. Hryðjuverkamennirnir eru sagðir í hópi uppreisnarmanna sem Bandaríkjamenn fullyrða að tengist samtökunum sterkum böndum. Á meðal þeirra munu vera Abu Talha al-Sudani, sem sagður er leiðtogi al-Kaída í Austur-Afríku, og Fazul Abdullah Mohammed, sem er eftirlýstur af bandarísku Alríkislögreglunni og sagður hafa skipulagt hryðjuverkin fyrir átta árum. Því var þungvopnuð, fjögurra hreyfla herflugvél send til árása seint í gærkvöldi frá herstöð Bandaríkjamanna í nágrannaríkinu Djibútí. Þegar vopnum slíkrar vélar er beitt eira þau engu á stóru svæði. Fyrst var skotið á þorpið Hayo. Heimildir BBC herma að þar hafi fjórir óbreyttir borgarar hið minnsta fallið, þar á meðal fjögurra ára drengur. Síðan var skotið á svæði í Badmado. Árásirnar héldu svo áfram í dag og skotmarkið þá nærri bænum Afmadow í Suður-Sómalíu. Vitni segja vel á þriðja tug óbreyttra borgara hafa týnt lífi. Abdullah Yusuf, forseti Sómalíu, segir Bandaríkjamenn hafa verið í rétt hafi þeir ráðist gegn al-Kaída liðum. Það var ekki fyrr en síðdegis sem bandaríska varnarmálaráðuneytið staðfesti að árásir hefðu verið gerðar í gær. Þeim hafi verið beint gegn al-Kaída liðum og byggt á trúverðugum upplýsingum bandarísku leyniþjónustunnar. Alls óvíst er að árásir síðasta sólahrings hafi nokkur áhrif á baráttuþrek uppreisnarmanna, enda hafa þeir hótað skæruhernaði gegn ríkisstjórn og her Sómalíu. Því til stuðnings bárust fréttir af því síðdegis að óþekktir vígamenn hefðu gert flugskeytaárás á bækistöð eþíópískra og sómalskra hermanna í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Ekki er vitað um mannfall. Sprengingar og skothríð hafa einnig heyrst frá öðrum stöðum í borginni.
Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira