Erlent

Kúrdar skamma Bandaríkjamenn

Héraðsstjórn kúrda í Írak, fordæmdi í dag árás bandarískra hermanna á ræðismannsskrifstofu Írans í borginni Abril. Héraðsstjórnin sagði að þetta væri bæði brot á sjálfstæði héraðssins og alþjóðlegum reglum um friðhelgi. Bandarísku hermennirnir handtóku fimm starfsmenn skrifstofunnar og gerðu upptækar tölvur og ýmis önnur gögn.

Bandaríkjamenn halda því fram að Íranar kyndi undir óöldina í Írak og ausi bæði fé og vopnum í bardagasveitir sjía múslima. Sjíar eru allsráðandi í Íran. Samkvæmt Vínarsáttmálanum frá 1963 eru ríkisreknar ræðismannsskrifstofur friðhelgar, jafnvel í stríði.

Kúrdar eru meðal nánustu samstarfsaðila Bandaríkjamanna í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×