Erlent

Refsiaðgerðir hafa ekki áhrif á Íran

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. MYND/AP

Yfirmaður leyniþjónustna Bandaríkjanna, John Negroponte, sagði í ræðu í öldungadeild Bandaríska þingsins í kvöld að Íran gæti staðið af sér þær efnhagsþvinganir sem alþjóðasamfélagið hefur sett á landið. Bandaríkjastórn bindur einmitt vonir við hið andstæða, nefnilega að Íran eigi eftir að láta undan þrýstingnum og hætta við kjarnorkuverkefni sín.

„Metverð á olíu og góð skuldastaða gefur til kynna að Íran sé fært um, um stundarsakir, að standa af sér efnahagsáföll." Sameinuðu þjóðinar, að undirlagi Bandaríkjamanna, hófu nýlega refsiaðgerðir gegn Írönum vegna kjarnorkuverkefna þeirra en Íranir segja að þeir ætli sér aðeins að nýta hana kjarnorku í friðsamlegum tilgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×