Körfubolti

ÍS skoraði aðeins 20 stig í fyrstu þremur leikhlutunum

Haukaliðið valtaði yfir ÍS í kvöld
Haukaliðið valtaði yfir ÍS í kvöld Mynd/Anton Brink

Íslandsmeistarar Hauka völtuðu yfir Stúdínur 96-44 í leik kvöldsins í efstu deild kvenna í körfubolta. Haukastúlkur eru því komnar aftur upp að hlið Keflvíkinga á toppi deildarinnar en bæði lið hafa 20 stig úr 11 leikjum. ÍS situr í fjórða sætinu með 8 stig eftir 11 leiki.

Haukaliðið mætti gríðarlega ákveðið til leiks í Kennaraháskólanum í kvöld og hafði forystu 41-13 í hálfleik. Stúdínur skoruðu raunar aðeins 20 stig í fyrstu þremur leikhlutunum en náðu að bjarga andlitinu með 24 stigum í þeim fjórða.

Ifeoma Okonkwo skoraði 22 stig fyrir Hauka og Helena Sverrisdóttir var með 19 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar, en þær stöllur spiluðu aðeins 24 mínútur í leiknum. Sigrún Ámundadóttir skoraði 14 stig, Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 13 stig, hirti 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, Unnur Tara Jónsdóttir skoraði 12 stig og Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 10 stig.

Helga Jónsdóttir var stigahæst í liði ÍS með 15 stig, en 12 af þessum stigum hennar komu í lokaleikhlutanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×