Erlent

Dómsdagsklukkan færist nær miðnætti

MYND/Vísir

Varðmenn Dómsdagsklukkunnar svokölluðu hafa ákveðið að færa hendur hennar fram á miðvikudaginn kemur vegna aukinnar kjarnorkuógnar og gróðurhúsaáhrifanna. Klukkunni, sem er viðhaldið af Fréttablaði kjarnorkusérfræðinga, er sem stendur sjö mínútur í miðnætti en miðnætti á að marka hamfarir á heimsvísu.

Ekki kom fram í hvaða átt mínútuvísir klukkunnar yrði færður en í fréttatilkynningunni var tekið fram að hann yrði færður vegna aukins óróleika í heiminum.

Klukkan hefur verið til staðar allt frá árið 1947 og var þá stilt á sjö mínútur í miðnætti. Komst hún næst miðnætti árið 1953 þegar Sovétríkin og Bandaríkjamenn framkvæmdu prófanir á vetnissprengjum en þá varð hún tvær mínutur í miðnætti. Árið 1991 varð klukkan síðan 17 mínútur í miðnætti en það var þegar samkomulag náðist á milli Sovétmanna og Bandaríkjanna um fækkun kjarnavopna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×