Innlent

Olíubílum fækkar á Reykjanesbraut

MYND/Gunnar .V Andrésson

Ferðum olíuflutningabíla um Reykjanesbraut fækkar um fimmtán á sólarhring, með því að flugvélaeldsneyti er nú sett á tanka í Helguvík, en ekki Reykjavík. Fyrsta eldsneytisflutningaskipið kom til Helguvíkur í gær, með um tuttugu þúsund tonn af eldsneyti sem notað verður á farþegaflugvélar á Keflavíkurflugvelli.

Olíustöðin í Helguvík tilheyrði varnarliðinu meðan það var hér á landi. Íbúar á suðurnesjum gleðjast mjög yfir að Helguvík skuli hafa verið tekin til borgaralegra nota, því það hefur lengi verið baráttumál þeirra að losna við olíuflutningabíla af Reykjanesbrautinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×