Erlent

Skipaárekstur á Ítalíu

Á þessari mynd sést hversu illa báturinn fór úr árekstri sínum við flutningaskipið.
Á þessari mynd sést hversu illa báturinn fór úr árekstri sínum við flutningaskipið. MYND/AP

Gámaskip og skíðabátur fyrir farþega rákust saman í höfninni við Messina á Ítalíu í gær. Fjórir létust úr áhöfn skíðabátsins og tugir farþega slösuðust og þar af voru fimm í alvarlegu ástandi. Enginn úr flutningaskipinu slasaðist.

Skíðabáturinn var með fullfermi farþega eða um 150 manns og talið er að allt að 55 þeirra hafi slasast. Voru þetta mestmegnis verkamenn og stúdentar á heimleið eftir langan vinnudag en áreksturinn átti sér stað rétt um fimm leytið að íslenskum tíma í gær. Hafnaryfirvöld í Messina hafa hafið rannsókn á atvikinu en sem stendur er ekki vitað um tildrög slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×