Viðskipti innlent

Heildaraflinn minnkaði um 4,7 prósent milli ára

Fiski landað.
Fiski landað. Mynd/Jón Sigurður
Heildarafli íslenskra skipa í síðasta mánuði nam 71.857 tonnum í desember í fyrra samanborið við 72.661 tonn árið á undan. Heildaraflinn á árinu í heild nam 1.323.000 tonnum, sem er tæplega 346.000 tonnum minna en árið á undan. Heildaraflinn á árinu, metinn á föstu verðlagi, dróst saman um 4,7 prósent á milli ára, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar dróst botnfiskafli saman um tæp 2.400 tonn frá desembermánuði 2005 og nam tæplega 33.300 tonnum. Þorskafli dróst sömuleiðis saman um tæp 700 tonn á meðan ýsuaflinn stóð nánast í stað og ufsaaflinn dróst saman um rúmlega 1.600 tonn á milli ára.

Flatfiskaflinn dróst lítillega saman og var rúm 1.700 tonn. Afli uppsjávartegunda nam rúmum 36.800 tonnum og var að stærstum hluta síldarafli. Aukning uppsjávarafla nemur tæpum 2.200 tonnum. Skel- og krabbadýraafli var 62 tonn samanborið við 550 tonna afla í desember 2005, samkvæmt Hagstofunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×