Innlent

Stafræn útsending á Vestfjörðum

Stutt er í að allir íbúar Vestfjarða geti horft á stafrænar útsendingar Stöðvar 2 og annarra sjónvarpsstöðva.

Í gær var skipt út sjónvarpsútsendingum með gamla mátanum fyrir þær stafrænu á Reykhólum og eru starfsmenn Mömmu nú á sunnanverðum Vestfjörðum til að koma þar á stafrænum sendingum. Í næstu viku verður svo farið á norðanverða firðina og verður í framhaldinu unnið að því að koma sendingunum á um allt land. Þegar skiptin hafa orðið verður ekki hægt að ná Stöð 2 í opinni dagskrá nema með nýjum myndlykli sem fæst afhentur gegn vægu gjaldi. Með honum er einnig hægt að ná Skjá einum, Sirkus og Ríkissjónvarpinu í stafrænum gæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×