Erlent

Fundað um Mið-Austurlönd

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. MYND/AP

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, sagði frá því í morgun að þau fjögur lönd sem hafa átt í viðræðum um friðarferlið í Mið-Austurlöndum muni hittast í Washington í Bandaríkjunum 2. febrúar.

„Ég hef sent boð til aðilanna fjögurra um fund í Washington í vikunni 29. janúar til 3. febrúar og líklegt er að hann verði 2. febrúar." sagði Rice að áður en hún hitti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Aðilarnir fjórir eru Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Rússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×