Viðskipti innlent

Síðasta ár það besta hjá Lýsingu

Eignarleigufyrirtækið Lýsing hf., dótturfélag Existu, skilaði rétt rúmlega eins milljarðs króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 689 milljóna króna hagnað árið 2005. Þetta er besta starfsár í sögu fyrirtækisins.

Þá nam hagnaður félagsins fyrir skatta nam 1,2 milljörðum króna sem er 391 milljón króna meira en árið á undan.

Arðsemi eigin fjár nam 28 prósentum samanborið við 22 prósent árið á undan. Þá nam eigið fé Lýsingar rúmum 4,9 milljörðum króna í árslok sem er rúmlega 1,3 milljörðum krónum meira en við lok árs 2005.

Í uppgjör Lýsingar kemur fram að árið hafi einkennst af miklum vexti í útlánum en aukning nam 61,99 prósentum og námu 59,9 milljörðum króna í lok síðasta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×