Innlent

Ólöf tók myndirnar

Ólöf Ósk Erlendsdóttir, sem kært hefur Guðmund Jónsson, forstöðumann Byrgisins fyrir kynferðisbrot, átti frumkvæðið að því að taka myndir af athöfnum þeirra. Segist hún hafa gert það vegna gruns um að hann hefði logið að sér um sérstöðu sambands þeirra. Og að myndatökurnar hafi verið með vitund og samþykki Guðmundar.

Myndband sem sýnir Ólöfu Ósk og Guðmundi Jónsson í kynlífsathöfnum, hefur farið víða í netheimum. Ólöf telur sig vita hver beri ábyrgð á því að myndbandið fór á netið og íhugar að kæra viðkomandi til lögreglu. Sjálf átti hún frumkvæði að þessari myndatöku og hófst hún fyrir rúmu ári síðan, 10 mánuðum áður en uppúr sambandi þeirra slitnar. Ólöf segir að eiginkona Guðmundar hafi sagt sér að fleiri konu væru í lífi manns síns - en hann þvertekið fyrir. Í kjölfar þessarar vitneskju hafi hún byrjað að mynda. Hún hafi viljað hafa haldbærar sannanir fyrir því að þau hafi verið í sambandi ef það yrði rengt síðar.

Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 neitaði hún því að hafa hótað Guðmundi með þessum myndum. Sagði þó að hún hefði varað hann við að hún kynni að nota myndirnar ef rétt reyndist að hann hefði logið að sér. Ólöf sagði að myndatakan hefði verið með vitund og samþykki Guðmundar og hefði hann tekið sumar myndirnar sjálfur. Eins að ekki hafi orðið lát á þessum myndatökum þrátt fyrir aðvörun Ólafar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×