Lífið

Mills fær 3,6 milljarða króna

Paul McCartney og Heather Mills.
Paul McCartney og Heather Mills. MYND/AP
Heather Mills og Paul McCartney hafa, að sögn breska blaðsins News of The World, náð samkomulagi um greiðslur til Mills við skilnað þeirra. Hún mun fá um þrjá komma sjö milljarða króna fyrir fjögurra ára hjónabandið. Það mun vera bæði í reiðufé og fasteignum.

Danska Extra blaðið hefur reiknað út að Mills tímakaup sýningarstúlkunnar fyrrverandi hafi verið um 110 þúsund krónur. Skilnaðurinn hefur verið illvígur og bæði borið ljótar sakir á hitt. Sambúð bresks almennings er með gamla bítlinum, ekki síst eftir að upp komst að Heather Mills hafði bæði leikið í klámmyndum og stundað vændi áður en þau kynntust.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.