Lífið

Niðurbrotin sjónvarpsstjarna

Jade Goody; Bretland hatar hana.
Jade Goody; Bretland hatar hana. MYND/AP
Breska sjónvarpsstjarnan Jade Goody er niðurbrotin manneskja eftir harkalega gagnrýni sem hún hefur fengið fyrir árásir sínar á Indversku kvikmyndaleikkonuna Shilpu Shetty, í raunveruleikaþættinum Big Brother á Channel 4. Breska lögreglan hefur sett vörð um heimili Goody, og yfirmenn Channel 4 koma saman til neyðarfundar í dag, til þess að ræða hvort leggja eigi þáttinn niður. Jade Goody er sökuð um stæka kynþáttafordóma.



Í árásum sínum á Shetty vék Goody iðulega að uppruna hennar, kallaði hana Indverjann, með mikilli fyrirlitningu og hæddist að enskum framburði hennar. Hún talaði einnig um matarvenjur leikkonunnar og sagði henni að hypja sig heim í indverska fátækrahverfið sitt.

Tugþúsundir manna hringdu til þess að mótmæla framkomu Goodys, sem mætti hágrátandi í sjónvarpsviðtal til þess að biðjast afsökunar. Helsti kostunaraðili Big Brother hefur sagt skilið við sjónvarpsstöðina og breskir stjórnmálamenn hafa verið hver um annan þveran að fordæma þáttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.