Lífið

Monica leitar að vinnu í Lundúnum

Monica Lewinsky
Monica Lewinsky MYND/AP
Hvíta húss lærlingurinn fyrrverandi, Monica Lewinsky, er nú að leita sér að vinnu í Lundúnum, eftir að hafa lokið meistaranámi við London School of Economics. Talsmaður hennar vill ekki upplýsa í hvaða geira hún sé að leita sér að vinnu, né hversu lengi hún verði í Lundúnum.

Monica varð heimsfræg þegar upp komst um kynferðislegt samband hennar við Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna. Samband hennar varð honum nær að falli. Ekki var það þó vegna þess að Monica hefði sagt opinberlega frá sambandi þeirra, því hún gerði allt sem hún gat til þess að halda því leyndu.

Hún trúði hinsvegar vinkonu sinni Lindu Tripp fyrir þessu. Tripp tók samtöl þeirra upp á segulband og kom þeim til Kenneths Starr, hins sérstaka saksóknara sem hundelti Clinton alla hans forsetatíð. Monica Lewinsky er nú 33 ára gömul.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.