Viðskipti innlent

Aukning í íbúðalánum bankanna

Bankarnir lánuðu 4,2 milljarða krónur til íbúðakaupa í desembermánuði í fyrra. Ný lán bankanna hafa aukist jafnt og þétt frá því í ágúst í fyrra en þá nam upphæð nýrra íbúðalána 2,9 milljörðum króna.

Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum í dag að þessi lán hafi dregist verulega saman frá því fyrstu mánuðina sem þau voru í boði haustið 2005. Í október 2004 náði upphæð nýrra íbúðalána bankanna hámarki, en þá lánuðu þeir alls 33,8 milljarða króna til íbúðakaupa, að sögn greiningardeildarinnar.

Meðalupphæð þeirra 420 nýju íbúðalána sem bankarnir veittu í desember síðastliðnum námu 9,9 milljónum króna og hefur lánveitingin ekki verið hærri frá því í mars árið 2005.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×