Demókratar vilja Hillary, repúblíkanar Giuliani 22. janúar 2007 19:00 Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni flokksins á næsta ári. Helstu andstæðingar hennar eru ekki hálfdrættingar á við hana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Washington Post. Repúblíkanar vilja helst fá fyrrverandi borgarstjóra New York í slaginn eða helsta andstæðing Bush frá árinu 2000. Ekki verður kosið fyrr en í nóvember á næsta ári en baráttan um útnefningar stóru flokkanna tveggja er að hefjast. Það voru Washington Post og bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sem létu vinna skoðanakönnun um helstu frambjóðendur og voru niðurstöður birtar í gær. Hillary Clinton nýtur stuðnings flestra aðspurðra demókrata. 39% vilja hana í framboð. Næstur kemur öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama, með 17%, og fast á hæla hans John Edwards, með 12%. Sá síðarnefndi var varaforsetaefni Johns Kerrys í forsetakosningunum 2004. Baráttan er helst talin standa milli Clinton og Obama. Forsetafrúin fyrrverandi er talin reynslumeiri enda hefur Obama aðeins setið í öldungadeild í tvö ár. Hann er hins vegar sagður bæta það upp með persónutöfrum sínum auk þess sem hann er talinn helsta vonarstjarna demókrata eftir kröftuga ræðu á flokksþingi fyrir tveimur árum. Framboð þeirra beggja eru söguleg. Hún gæti orðið fyrsta konan í Hvíta húsinu eða hann fyrsti blökkumaðurinn. Hjá repúblíkönum fer baráttan hins vegar hægt af stað. Öldungadeildarþingmaðurinn Sam Brownback tilkynnti um liðna helgi að hann sæktist eftir útnefningu flokks síns fyrir kosningarnar 2008. Hann verður þó ekki einn um hituna lengi því jafnvel er búist við að tíu flokksbræður hans bætist í hópinn áður en langt um líði. Könnun Washington Post og ABC sýndi að repúblíkanar vilja flestir fá Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra í New York, í framboð - 34% þeirra sem svöruðu. 8% færri vilja öldungadeildarþingmanninn John McCain. Hann var helsti andstæðingur Bush Bandaríkjaforseta í baráttunni um útnefningu repúblíkana fyrir kosningarnar árið 2000. Hvorki Giuliani né McCain hafa tilkynnt formlega um framboð sitt. Þegar kjósendur beggja flokka voru spurðir hvern úr heildarhópnum þeir vildu helst í Hvíta húsið nefndu flestir Giuliani, þá Hillary og síðan McCain, Edwards og Obama. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni flokksins á næsta ári. Helstu andstæðingar hennar eru ekki hálfdrættingar á við hana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Washington Post. Repúblíkanar vilja helst fá fyrrverandi borgarstjóra New York í slaginn eða helsta andstæðing Bush frá árinu 2000. Ekki verður kosið fyrr en í nóvember á næsta ári en baráttan um útnefningar stóru flokkanna tveggja er að hefjast. Það voru Washington Post og bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sem létu vinna skoðanakönnun um helstu frambjóðendur og voru niðurstöður birtar í gær. Hillary Clinton nýtur stuðnings flestra aðspurðra demókrata. 39% vilja hana í framboð. Næstur kemur öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama, með 17%, og fast á hæla hans John Edwards, með 12%. Sá síðarnefndi var varaforsetaefni Johns Kerrys í forsetakosningunum 2004. Baráttan er helst talin standa milli Clinton og Obama. Forsetafrúin fyrrverandi er talin reynslumeiri enda hefur Obama aðeins setið í öldungadeild í tvö ár. Hann er hins vegar sagður bæta það upp með persónutöfrum sínum auk þess sem hann er talinn helsta vonarstjarna demókrata eftir kröftuga ræðu á flokksþingi fyrir tveimur árum. Framboð þeirra beggja eru söguleg. Hún gæti orðið fyrsta konan í Hvíta húsinu eða hann fyrsti blökkumaðurinn. Hjá repúblíkönum fer baráttan hins vegar hægt af stað. Öldungadeildarþingmaðurinn Sam Brownback tilkynnti um liðna helgi að hann sæktist eftir útnefningu flokks síns fyrir kosningarnar 2008. Hann verður þó ekki einn um hituna lengi því jafnvel er búist við að tíu flokksbræður hans bætist í hópinn áður en langt um líði. Könnun Washington Post og ABC sýndi að repúblíkanar vilja flestir fá Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra í New York, í framboð - 34% þeirra sem svöruðu. 8% færri vilja öldungadeildarþingmanninn John McCain. Hann var helsti andstæðingur Bush Bandaríkjaforseta í baráttunni um útnefningu repúblíkana fyrir kosningarnar árið 2000. Hvorki Giuliani né McCain hafa tilkynnt formlega um framboð sitt. Þegar kjósendur beggja flokka voru spurðir hvern úr heildarhópnum þeir vildu helst í Hvíta húsið nefndu flestir Giuliani, þá Hillary og síðan McCain, Edwards og Obama.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira