Innlent

Hvalkjöt í hundana

Birgðir af hvalkjöti hrannast upp í Japan og er svo komið að farið er að nota það í hundamat. Þetta fullyrða Greenpeace-samtökin og segja þar með sannað að enginn grundvöllur sé fyrir hvalveiðum Íslendinga. Náttúruverndarsamtökin. Greenpeace hefur bent á að það sé tæpast röklegt að halda hvalveiðum áfram. Samtökin benda á mótmæli hvalaskoðunarfyrirtækja og mögulegan skaða sem hvalveiðar geta valdið þessari ferðaþjónustu. Þá hafi bretar ákveðið að hefja baráttu gegn hvalveiðum þar sem Tony Blair forsætisráðherra hefur tgekið málið í fóstur. Ofan á þetta bætist að afar takmarkaður markaður er fyrir hvalkjöt.

Í morgun bentu samtökin á opinberar tölur frá Japönskum stjórnvöldum sem sýna að birgðir af hvalkjöti hlaðast upp. Birgðirnar námu 2700 tonnum í lok árs 2004 en um síðustu áramót voru þær komnar í 4700 tonn. Nokkur hundruð tonn frá íslandi muni einfaldlega leggjast ofaná þessar illseljanlegu birgðir.

"Já þetta sýnir hversu vonlaus japansmarkaður er og síður en svo verðmætur - þar er ekki mikinn hagnað að hafa," segir Frode Pleym, talsmaður Greenpeace og bætir við: "Staðreyndin er sú að bæði er byrjað að selja hvalkjöt sem hundamat og dreifa því í skólamötuneyti. Þannig að ef íslendingar ætla að vinna verka hvalkjöt er það ekki vegna hagnarsjónarmiða. Salan skilar einungis smáaurum samanborið við tapið af því að hefja hvalveiðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×