Innlent

Valgerður í opinbera heimsókn til Lichtenstein

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur ferðina í Lichtenstein.
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur ferðina í Lichtenstein. MYND/GVA

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fer í opinbera heimsókn til Lichtenstein á morgun og mun meðal annars eiga fundi með forsætis-og utanríkisráðherra landsins.

Á föstudaginn mun Valgerður síðan sitja utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel þar sem málefni Afghanistans og Kósóvó verða meðal annars á dagskrá.

Á laugardaginn er ferð ráðherra heitið til Davos í Sviss þar sem hún mun sitja fundi EFTA ríkjanna, Egyptalands og Indónesíu.

Heimkoma Valgerðar er fyrirhuguð á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×