Erlent

Frakkar bjóða Líbönum lán

Beirút er víða í rúst eftir 34 daga árásir Ísraela gegn Hisbolla.
Beirút er víða í rúst eftir 34 daga árásir Ísraela gegn Hisbolla. MYND/Getty Images

Frakkar hafa boðið ríkisstjórn Líbanons tæplega 45 milljarða íslenskra króna lán á mjög góðum kjörum. Þetta sagði talsmaður Jacques Chirac forseta Frakklands í dag.

Chirac sagði sjálfur í sjónvarpsviðtali að Líbanska ríkisstjórnin væri nánast búin með það fjármagn sem hún hefði úr að spila. Forsetinn sagði að mótmæli í Líbanon gegn ríkisstjórninni gætu haft neikvæð áhrif á alþjóðlegan fjárstuðning við Beirút á fjárstuðningsráðstefnu sem fer fram í París á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×