Erlent

Ummæli Bush valda usla meðal Síja í Írak

Ummæli Bandaríkjaforseta hafa farið fyrir brjóstið á Síjum í Írak.
Ummæli Bandaríkjaforseta hafa farið fyrir brjóstið á Síjum í Írak.

Síjar í Írak vísa ummælum George Bush Bandaríkjaforseta alfarið á bug um að vígamenn úr hópi þeirra séu jafn hættulegir Bandaríkjunum og vígamenn Súnna í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Í árlegri stefnuræðu sinni varaði Bush við vígamönnum Síja í Írak og miðausturlöndum, og margítrekaði að besta leiðin til að ná árangri í Írak væri að senda þangað fleiri hermenn.

Embættismaður úr fremstu röð stjórnmálaflokks Síja í Írak sagði að ef Washington færi gegn Síjum á þennan hátt myndu þeir missa skerpu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Hann sagði samanburðinn "út í hött" þar sem Síjar væru að vernda samfélög sín eftir þriggja ára árásir hryðjuverkamanna og gætu þess vegna ekki verið ógn við Bandaríkin.

Ummæli Bush gætu styggt ríkisstjórnina í Baghdad þar sem Síjar eru í meirihluta, en gagnrýninni verður líklega vel tekið af Súnnum, sem hræðast vaxandi vald Síja í landinu eftir áratuga kúgun. Saleem al-Jibouri talsmaður stærsta Sunni hóps í Írak studdi tillögu Bush um fleiri bandaríska hermenn til að berjast gegn víga- og uppreisnarmönnum, hann sagði þó að bandarískt herlið yrði að fara úr landinu þegar öldur lægðu í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×