Sport

Fer ekki á Opna breska ef það stangast á við fæðingu frumburðar

MYND/Getty Images

Besti kylfingur heims, Tiger Woods, segir ekki víst að hann verji titil sinn á Opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer 19.-22. júlí á Carnoustie-vellinum. Ástæðan er sú að eiginkona hans, hins sænska Elin, á von á barni í júlímánuði.

Woods segir að ef barnið komi í heiminn á þeim tíma fari hann ekki á mótið enda skipti barnið hann mun meira máli en golfmót. Woods hefur unnið Opna breska undanfarin tvö ár og getur með sigri í ár orðið fyrstur til að vinna það þrisvar í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×