Útgöngubanni lýst yfir í Beirút 25. janúar 2007 18:30 Kveikt var í bílum óeirðunum í Beirút í dag. MYND/AP Á ráðstefnu sem haldin var um efnahag Líbanons í Frakklandi í dag tókst að safna rúmlega fimm hundruð milljörðum til endurreisnar landsins. Á meðan á þessu stóð kom til heiftarlegra átaka í Beirút, höfuðborg Líbanons, á milli fylgismanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Parísarráðstefnuna sóttu ráðamenn fjörutíu ríkja sem leggja líbönskum stjórnvöldum fé til endurreisnar samfélagsins. Það var í rústum eftir borgarastyrjöldina á árunum 1975-1990 og þegar uppbygging þess var komin nokkuð á veg skall á stríð Hizbollah-samtakanna og Ísraela. Innviðir þjóðfélagsins voru sprengdir aftur um nokkra áratugi og heilu þorpin í suðurhluta landsins voru eyðilögð. Af þessum sökum eru skuldir Líbanons rúmlega 2.500 milljarðar króna, sem jafngildir tæplega tveggja ára þjóðarframleiðslu landsins. Á ráðstefnunni í dag lofuðu þátttökuríkin að leggja líbönsku stjórninni til liðlega fimm hundruð milljarða króna í formi lána og styrkja. Vonast er til að þar með dragi úr ólgunni í Líbanon en undanfarin misseri hafa Hizbollah-samtökin og bandamenn þeirra sótt mjög að ríkisstjórn Fuad Saniora. Ákvarðanir Parísarfundarins virðast enn sem komið er hafa lítið að segja því í Beirút í dag kom enn eina ferðina til harkalegra átaka á milli stuðningsmanna og andstæðinga stjórnarinnar. Til skotbardaga kom við einn af háskólum borgarinnar og er talið að fjórir hafi beðið bana og 35 hafi særst. Ekki er vitað hverjir skutu á námsmennina en al-Manar-sjónvarpsstöðin, sem rekin er af Hizbollah-samtökunum, segir að vígamennirnir séu á mála hjá Saad Hariri, oddvita stjórnarflokkanna á líbanska þinginu. Kveikt var í bílum í óeirðunum og skemmdir unnar á verslunum og varð að kalla út herlið þar sem lögregla fékk ekki neitt við ráðið. Nú síðdegis setti líbanski herinn útgöngubann í Beirút og verður það í gildi að minnsta kosti þangað til í fyrramálið. Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Á ráðstefnu sem haldin var um efnahag Líbanons í Frakklandi í dag tókst að safna rúmlega fimm hundruð milljörðum til endurreisnar landsins. Á meðan á þessu stóð kom til heiftarlegra átaka í Beirút, höfuðborg Líbanons, á milli fylgismanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Parísarráðstefnuna sóttu ráðamenn fjörutíu ríkja sem leggja líbönskum stjórnvöldum fé til endurreisnar samfélagsins. Það var í rústum eftir borgarastyrjöldina á árunum 1975-1990 og þegar uppbygging þess var komin nokkuð á veg skall á stríð Hizbollah-samtakanna og Ísraela. Innviðir þjóðfélagsins voru sprengdir aftur um nokkra áratugi og heilu þorpin í suðurhluta landsins voru eyðilögð. Af þessum sökum eru skuldir Líbanons rúmlega 2.500 milljarðar króna, sem jafngildir tæplega tveggja ára þjóðarframleiðslu landsins. Á ráðstefnunni í dag lofuðu þátttökuríkin að leggja líbönsku stjórninni til liðlega fimm hundruð milljarða króna í formi lána og styrkja. Vonast er til að þar með dragi úr ólgunni í Líbanon en undanfarin misseri hafa Hizbollah-samtökin og bandamenn þeirra sótt mjög að ríkisstjórn Fuad Saniora. Ákvarðanir Parísarfundarins virðast enn sem komið er hafa lítið að segja því í Beirút í dag kom enn eina ferðina til harkalegra átaka á milli stuðningsmanna og andstæðinga stjórnarinnar. Til skotbardaga kom við einn af háskólum borgarinnar og er talið að fjórir hafi beðið bana og 35 hafi særst. Ekki er vitað hverjir skutu á námsmennina en al-Manar-sjónvarpsstöðin, sem rekin er af Hizbollah-samtökunum, segir að vígamennirnir séu á mála hjá Saad Hariri, oddvita stjórnarflokkanna á líbanska þinginu. Kveikt var í bílum í óeirðunum og skemmdir unnar á verslunum og varð að kalla út herlið þar sem lögregla fékk ekki neitt við ráðið. Nú síðdegis setti líbanski herinn útgöngubann í Beirút og verður það í gildi að minnsta kosti þangað til í fyrramálið.
Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira