Innlent

Drekkum vatn og verndum tennurnar

MYND/Lýðheilsustöð

Lýðheilsustöð stendur fyrir árlegri tannverndarviku í næstu viku, 29. janúar til 2. febrúar. Slagorð vikunnar verða „Drekkum vatn" og á það að minna fólk á að vatn er betri svaladrykkur en gosdrykkur. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tannheilsu íslenskra ungmenna á aldrinum sex, tólf og fimmtán ára er tannheilsa töluvert vandamál hjá þessum hópi.

Einkum er glerungseyðing vaxandi en hún mælist nú í einhverri tönn hjá 30% 15 ára unglinga. Helsta orsök glerungseyðingar er mikil neysla gosdrykkja. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Lýðheilsustöð í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×