Mögnuð íþróttadagskrá á Sýn um helgina 26. janúar 2007 18:15 AFP Það verður að venju mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina. Fjörið hefst á miðnætti í kvöld með beinni útsendingum úr NBA körfunni, en þá verða beinar útsendingar frá enska bikarnum, spænska boltanum og PGA mótaröðinni í golfi um helgina. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir það helsta um helgina. Laugardagur 27. janúar Sýn kl 12:20. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Sigurvegarinn í leik Lundúnaliðanna QPR og Luton mætir lærisveinum Mark Hughes í Blackburn Rovers.Sýn kl 14:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Tottenham Hotspur og Southend í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Tottenham er mikið bikarlið og vonir Southend því litlar um að komast áfram.Sýn kl 17:10. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Manchester United og Portsmouth í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Báðum félögum hefur gengið vel í deildarkeppninni í vetur en spurning hvort liðið er hungraðara að komast áfram í bikarnum.Sýn kl 19:05. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Atletico Madrid og Racing í spænsku La Liga-deildinni. Madridarliðinu hefur gengið flest í haginn að undanförnu og er nú komið í baráttuna um meistaratitilinn - enda hefur fyrirliði liðsins og helsta stjarna; Ferndando Torres verið í banastuði.Sýn kl 20:55. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Villareal og Real Madrid. Lið Villareal er knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnugt eftir að liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu sparktíð. Liðinu hefur hins vegar ekki tekist að fylgja því eftir í vetur. Sunnudagur 28. janúarSýn kl 13:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Chelsea og Nottingham Forest í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Chelsea er sigurstranglegra liðið þar sem Forest hefur verið í smá lægð en félagið á engu að síður glæsilega sögu og varð á sínum tíma Evrópumeistari í tvígang.Sýn kl 15:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Arsenal og Bolton í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Leikmenn Arsenal ættu að vera fullir sjálfstrausts eftir sigurinn gegn Man United um síðustu helgi. Veitir ekki af þar sem liðinu hefur gengið bölvanlega gegn Bolton í síðustu viðureignum liðanna.Sýn kl 17:50. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Barcelona og Celta Vigo í spænska boltanum. Meistarar Barcelona hafa legið undir gagnrýni að undanförnu og landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen þarf að minna á sig í þessum leik, því nú styttist í endurkomu Samuels Eto.Sýn kl 19:50. PGA mótaröðin. Bein útsending frá lokadegi Buick Invitational mótsins á PGA-mótaröðinni í golfi. Þetta mót á sér langa sögu en það fer fram á hinum erfiða Torrey Pines velli í San Diego. Meistarinn frá því í fyrra, Tiger Woods, lætur sig sjaldnast vanta á þetta mót enda hefur hann sigrað fjórum sinnum. Erlendar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Það verður að venju mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina. Fjörið hefst á miðnætti í kvöld með beinni útsendingum úr NBA körfunni, en þá verða beinar útsendingar frá enska bikarnum, spænska boltanum og PGA mótaröðinni í golfi um helgina. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir það helsta um helgina. Laugardagur 27. janúar Sýn kl 12:20. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Sigurvegarinn í leik Lundúnaliðanna QPR og Luton mætir lærisveinum Mark Hughes í Blackburn Rovers.Sýn kl 14:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Tottenham Hotspur og Southend í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Tottenham er mikið bikarlið og vonir Southend því litlar um að komast áfram.Sýn kl 17:10. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Manchester United og Portsmouth í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Báðum félögum hefur gengið vel í deildarkeppninni í vetur en spurning hvort liðið er hungraðara að komast áfram í bikarnum.Sýn kl 19:05. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Atletico Madrid og Racing í spænsku La Liga-deildinni. Madridarliðinu hefur gengið flest í haginn að undanförnu og er nú komið í baráttuna um meistaratitilinn - enda hefur fyrirliði liðsins og helsta stjarna; Ferndando Torres verið í banastuði.Sýn kl 20:55. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Villareal og Real Madrid. Lið Villareal er knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnugt eftir að liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu sparktíð. Liðinu hefur hins vegar ekki tekist að fylgja því eftir í vetur. Sunnudagur 28. janúarSýn kl 13:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Chelsea og Nottingham Forest í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Chelsea er sigurstranglegra liðið þar sem Forest hefur verið í smá lægð en félagið á engu að síður glæsilega sögu og varð á sínum tíma Evrópumeistari í tvígang.Sýn kl 15:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Arsenal og Bolton í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Leikmenn Arsenal ættu að vera fullir sjálfstrausts eftir sigurinn gegn Man United um síðustu helgi. Veitir ekki af þar sem liðinu hefur gengið bölvanlega gegn Bolton í síðustu viðureignum liðanna.Sýn kl 17:50. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Barcelona og Celta Vigo í spænska boltanum. Meistarar Barcelona hafa legið undir gagnrýni að undanförnu og landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen þarf að minna á sig í þessum leik, því nú styttist í endurkomu Samuels Eto.Sýn kl 19:50. PGA mótaröðin. Bein útsending frá lokadegi Buick Invitational mótsins á PGA-mótaröðinni í golfi. Þetta mót á sér langa sögu en það fer fram á hinum erfiða Torrey Pines velli í San Diego. Meistarinn frá því í fyrra, Tiger Woods, lætur sig sjaldnast vanta á þetta mót enda hefur hann sigrað fjórum sinnum.
Erlendar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira