Erlent

Fordæma þá sem afneita Helförinni

Í dag er alþjóðlegur minningardagur Helfarar gyðinga.
Í dag er alþjóðlegur minningardagur Helfarar gyðinga. MYND/AP

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þess efnis að þeir sem afneiti Helför gyðinga verði fordæmdir. Bandaríkjamenn lögðu fram drög að ályktuninni og er hún sögð svar við ráðstefnu í Íran fyrir áramót þar sem dregið var í efa að Helförin hefði átt sér stað.

Það voru rúmlega hundrað þjóðir sem studdu ályktunina þar á meðal öll vestræn ríki, auk Argentínu, Brasilíu, Mexíkó og Rúanda. Fulltrúi Írana á Allsherjarþinginu sagði ályktunina runna undan rifjum Ísraela sem notuðu fortíðina til að réttlæta eigin ódæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×