Innlent

Fornleifafræðingar hafna stefnu ríkisins

Bæði fagfélög fornleifafræðinga hafna alfarið stefnumörkun stjórnvalda í fornleifavernd eins og hún birtist í stefnudrögum. Félögin segja að í stefnunni birtist það sjónarmið að fornleifauppgreftir séu eyðilegging og því eigi að fækka þeim til muna.

Það eru nánast tíðindi að bæði félög fornleifafræðinga, Félag Íslenskra forneifafræðinga og Fornleifafræðingafélag íslands, skuli sameinast í algjörri höfnun á drögum að stefnu stjórnvalda í fornleifavernd. Megininntak stefnunnar þykir óhæft. Steinunn Kristjánsdóttir formaður fornleifafræðingafélagsins segir að þar birtist það sjónarmið að eiginlega eigi ekki að standa að neinum fornleifauppgreftri. "Við getum ekki sætt okkur við það viðhorf að mesta ógn við fornleifar séu fornleifafræðingar", segir hún en bætir við að það sé vissulega þarft að móta heilstæða stefnu í þessum málum en telur að samráð hafi skort við fornelifafræðinga.

Garðar Guðmundsson, formaður félags íslenskra fornleifafræðinga tekur undir það og telur að stefnan leiði til aukinnar miðstýringar. Félögin tvö héldu sameiginlegan félagsfund fyrir helgi og höfnuðu alfarið þessari stefnu. Fornleifafræðingar benda á að mikil gróska hafi verið í rannsóknum og segir Steinun að með stefnunni sé gengið á akademískt frelsi til rannsókna. Það sé undarlegt að slík stefna skuli sett fram af Þorgerði Katrínu, menntamálaráðherra sem sé til hægri í pólitík. Félögin hafa tilnefnt tvö menn hvort í nefnd sem ætlar að reyna að fá þessari meginstefnu ríkisins hnekkt en samkvæmt drögunum er ætlunin að móta langtímastefnu í þessum málum til ársins tvöþúsund og ellefu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×