Innlent

Margrét ætlar að kæra framkvæmd kosninga

MYND/Vísir

Margrét Sverrisdóttir ætlar sér að kæra framkvæmd varaformannskosninga í Frjálslynda flokknum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Þar sagði hún enn fremur að það væri ekki spurning um hvort heldur hvar og hvernig hún legði fram kæruna.

Margrét sagði líka að hún vissi til þess að stuðningsmenn Magnúsar hafi greitt flokksgjöld fyrir nýliða í flokkinn í stórum stíl. Á fundinum fékk fólk að skrá sig þangað til rétt fyrir kosningar. Eftir að fyrstu úrslit voru birt kom í ljós að kjörkassi hafði týnst og voru því birt önnur úrslit stuttu síðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×