Tiger nálgast efstu menn 28. janúar 2007 14:30 Tiger Woods spilaði í bláu í gær. Hann mun væntanlega skipta yfir í rauða litinn fyrir lokaslaginn í kvöld. MYND/Getty Eftir slæma byrjun á Buick International mótinu í golfi sem fram fer í San Diego um helgina er Tiger Woods kominn í hóp efstu manna fyrir lokadag mótsins. Nýliðarnir Andrew Buckle and Brandt Snedeker eru saman í efsta sæti en Woods er í fjórða sæti, tveimur höggum á eftir nýliðunum. Sýnt verður beint frá lokaslagnum á Sýn í kvöld. Þeir Buckle og Snedeker hafa báðir leikið samtals á 11 höggum undir pari en í þriðja sæti er Kevin Sutherland á 10 höggum undir pari. Tiger er í fjórða sæti ásamt fjórum öðrum keppendum á 9 höggum undir pari. "Ég er mjög ánægðastur með að sleppa við að vera í ráshóp með Tiger á lokadeginum," sagði Snedeker við fjölmiðla eftir þriðja keppnisdag í nótt og glotti. Buckle tók í sama streng og sagði að pressan við að vera með Tiger í ráshóp hefði hugsanlega verið yfirþyrmandi. "Við erum náttúrulega bara kjúklingar sem höfum horft á snilli Tigers í mörg ár. Ég er eiginlega feginn að hann sé í fjórða sæti en ekki því þriðja," sagði Snedeker. Tiger hefur unnið Buick-mótið síðustu tvö ár og kveðst staðráðinn í að verja titilinn. "Ég verð betri og betri með hverjum deginum og held að ég eigi góða möguleika á sigri. Ég mun gera mitt besta á lokadeginum," sagði Tiger. Golf Íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eftir slæma byrjun á Buick International mótinu í golfi sem fram fer í San Diego um helgina er Tiger Woods kominn í hóp efstu manna fyrir lokadag mótsins. Nýliðarnir Andrew Buckle and Brandt Snedeker eru saman í efsta sæti en Woods er í fjórða sæti, tveimur höggum á eftir nýliðunum. Sýnt verður beint frá lokaslagnum á Sýn í kvöld. Þeir Buckle og Snedeker hafa báðir leikið samtals á 11 höggum undir pari en í þriðja sæti er Kevin Sutherland á 10 höggum undir pari. Tiger er í fjórða sæti ásamt fjórum öðrum keppendum á 9 höggum undir pari. "Ég er mjög ánægðastur með að sleppa við að vera í ráshóp með Tiger á lokadeginum," sagði Snedeker við fjölmiðla eftir þriðja keppnisdag í nótt og glotti. Buckle tók í sama streng og sagði að pressan við að vera með Tiger í ráshóp hefði hugsanlega verið yfirþyrmandi. "Við erum náttúrulega bara kjúklingar sem höfum horft á snilli Tigers í mörg ár. Ég er eiginlega feginn að hann sé í fjórða sæti en ekki því þriðja," sagði Snedeker. Tiger hefur unnið Buick-mótið síðustu tvö ár og kveðst staðráðinn í að verja titilinn. "Ég verð betri og betri með hverjum deginum og held að ég eigi góða möguleika á sigri. Ég mun gera mitt besta á lokadeginum," sagði Tiger.
Golf Íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira