Erlent

Rússar og Indverjar halda sameiginlega heræfingu

Pútin (t.v.) og indverskur embættismaður (t.h.) heilsast á meðan ferð Pútins um Indland stóð.
Pútin (t.v.) og indverskur embættismaður (t.h.) heilsast á meðan ferð Pútins um Indland stóð.

Rússar og Indverjar ætla sér að vera með sameiginlega heræfingu í september. Talsmaður rússneska hersins skýrði frá þessu í dag. Náin samskipi hafa átt sér stað á milli rússneska og indverska hersins og eru þau hluti af nýjum samskiptareglum þeirra en löndin voru bandamenn í kalda stríðinu.

Indland er einn af stærstu hergangakaupendum Rússlands. Fréttirnar koma í kjölfar heimsóknar Vladimirs Putins, forseta Rússlands, til Indlands í síðustu viku. Þar var meðal annars rætt um vopnasölusamninga og samstarf í kjarnorku- og hernaðarmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×