Enski boltinn

Moyes opinn fyrir því að lána Bjarna Þór

Bjarni Þór Viðarsson er smám saman að skapa sér nafn hjá Everton.
Bjarni Þór Viðarsson er smám saman að skapa sér nafn hjá Everton. MYND/Getty
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, íhugar nú að lána unglingalandsliðsmanninn Bjarna Þór Viðarsson til að láta hann öðlast meiri reynslu. Moyes fór fögrum orðum um Bjarna eftir frammistöðu hans fyrir Everton í æfingaleik gegn Bournemouth í gær. Bjarni skoraði mark Everton í 1-1 jafntefli.

"Hann stóð sig mjög og má vera ánægður með sjálfan sig," sagði Moyes eftir leikinn, en Bjarni kom inn á þegar 20 mínútur voru eftir og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn.

"Hann er góður fótboltamaður og er alltaf líklegur að skora mörk af miðjunni. Það gæti verið tími til að lána hann. Ég veit ekki nákvæmlega hvert hann gæti farið en við munum skoða möguleikana sem eru fyrir hendi og taka ákvörðun í framhaldi af því," sagði Moyes við opinbera heimasíðu Everton.

Í samtali við vefsíðuna Fótbolti.net segist Bjarni Þór vera opinn fyrir því að fara á láni til annars liðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×