10 til 15 manns rænt í Nablus 28. janúar 2007 18:30 Herskáir bandamenn Abbas, forseta Palestínumanna, rændu í dag einum leiðtoga Hamas. Mannræningjunum virtist sama þótt mannránið væri myndað í bak og fyrir. Mannránið er enn eitt merki um stigmagnandi átök fylkinga Palestínumanna en á þriðja tug manna hafa fallið frá því átökin blossuðu upp á fimmtudag. Mannræningjarnir voru fimmtán talsina og allir lisðmenn Al Aqsa herdeildanna. Að sögn vitna höfðu þeir farið um nærliggjandi götur í leit að þekktum Hamas-liðum. Þegar þeir fréttu af ferðum Fayyads Al-Arba, eins leiðtoga samtakanna, réðust þeir inn í banka þar sem hann var staddur og höfðu hann á brott með sér. Eftir stóðu gjaldkerar í forundran og myndatökumenn og ljósmyndarar fjölmiðla sem mynduðu atburðinn í bak og fyrir. Mannræningarnir höfuð ekki fyrir því að hylja andlit sín og reyndu ekki að koma í veg fyrir myndatökur. Skömmu síðar réðust liðsmenn herdeildanna inn á skrifstofu menntamálaráðuneytis heimastjórnarinnar í Nablus, lögðu hana í rúst og rændu fimm starfsmönnum. Abu Jabal, leiðtogi Al-Aqsa í Nablus, segir liðsmenn sína hafa rænt 10 til 15 manns í dag. Á sama tíma berjast liðsmenn Fatah og Hamas á götum Gaza-svæðisins og hafa hátt í 30 Palestínumenn fallið síðan á fimmtudaginn og tæplega 80 særst. 60 hafa týnt lífi síðan um miðjan desember. Viðræðum um skipan þjóðstjórnar beggja fylkinga hefur verið frestað á meðan barist er og hvetja forvígismenn Fatah og Hamas liðsmenn sína til að leggja niður vopn. Þeir kenna svo hver öðrum um ástandið. Heimastjórn Hamas kom saman til neyðarfundar í Gaza-borg í dag. Ismail Haniyeh forsætisráðherra hvetur Abbas til að kalla Fatah-liðsmenn sína af götum heimastjórnarsvæaðanna svo hægt verði að tryggja öryggi borgara. Óvíst er hvað forsetinn gerir og stefnir að óbreyttu í snemmbúnar þing- og forsetakosningar sem Abbas hefur boðað takist ekki að mynda þjóðstjórn innan þriggja vikna. Síðdegis í dag bárust fréttir af því að Abdullah konungur Sádía Arabíu hefði boðið fulltrúum Fatah og Hamas til friðarviðræðna í Mekka. Fatah- og Hamas-liðar hafa fagnað boðinu segjast tilbúnir til viðræðna. Erlent Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Herskáir bandamenn Abbas, forseta Palestínumanna, rændu í dag einum leiðtoga Hamas. Mannræningjunum virtist sama þótt mannránið væri myndað í bak og fyrir. Mannránið er enn eitt merki um stigmagnandi átök fylkinga Palestínumanna en á þriðja tug manna hafa fallið frá því átökin blossuðu upp á fimmtudag. Mannræningjarnir voru fimmtán talsina og allir lisðmenn Al Aqsa herdeildanna. Að sögn vitna höfðu þeir farið um nærliggjandi götur í leit að þekktum Hamas-liðum. Þegar þeir fréttu af ferðum Fayyads Al-Arba, eins leiðtoga samtakanna, réðust þeir inn í banka þar sem hann var staddur og höfðu hann á brott með sér. Eftir stóðu gjaldkerar í forundran og myndatökumenn og ljósmyndarar fjölmiðla sem mynduðu atburðinn í bak og fyrir. Mannræningarnir höfuð ekki fyrir því að hylja andlit sín og reyndu ekki að koma í veg fyrir myndatökur. Skömmu síðar réðust liðsmenn herdeildanna inn á skrifstofu menntamálaráðuneytis heimastjórnarinnar í Nablus, lögðu hana í rúst og rændu fimm starfsmönnum. Abu Jabal, leiðtogi Al-Aqsa í Nablus, segir liðsmenn sína hafa rænt 10 til 15 manns í dag. Á sama tíma berjast liðsmenn Fatah og Hamas á götum Gaza-svæðisins og hafa hátt í 30 Palestínumenn fallið síðan á fimmtudaginn og tæplega 80 særst. 60 hafa týnt lífi síðan um miðjan desember. Viðræðum um skipan þjóðstjórnar beggja fylkinga hefur verið frestað á meðan barist er og hvetja forvígismenn Fatah og Hamas liðsmenn sína til að leggja niður vopn. Þeir kenna svo hver öðrum um ástandið. Heimastjórn Hamas kom saman til neyðarfundar í Gaza-borg í dag. Ismail Haniyeh forsætisráðherra hvetur Abbas til að kalla Fatah-liðsmenn sína af götum heimastjórnarsvæaðanna svo hægt verði að tryggja öryggi borgara. Óvíst er hvað forsetinn gerir og stefnir að óbreyttu í snemmbúnar þing- og forsetakosningar sem Abbas hefur boðað takist ekki að mynda þjóðstjórn innan þriggja vikna. Síðdegis í dag bárust fréttir af því að Abdullah konungur Sádía Arabíu hefði boðið fulltrúum Fatah og Hamas til friðarviðræðna í Mekka. Fatah- og Hamas-liðar hafa fagnað boðinu segjast tilbúnir til viðræðna.
Erlent Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira