Erlent

Lítill hestur er mikil hjálp

Ann Eide er leidd út af Pöndu á sýningu fyrir blindradýr í Albany, New York, í síðustu viku.
Ann Eide er leidd út af Pöndu á sýningu fyrir blindradýr í Albany, New York, í síðustu viku. MYND/AP

Panda hefur allt sem maður gæti óskað sér í gæludýri og blindrahesti. Hún verndar eiganda sinn Ann Eide, lætur vita þegar hún þarf að gera stykkin sín, er ávallt viðbúin og elskar að elta hluti. Smáhesturinn Panda í Betlehem, New York, hefur hjálpað Eide, 58 ára, að komast ferða sinna í borgum og sveitum frá árinu 2003.

Edie heyrði fyrst um blindrahesta árið 2000, en þá var hún með blindrahund. Hún heimsótti blindrahesta búgarð í Kitrell, Norður Karólínu, og tók ástfóstri við Pöndu sem þá var sex mánaða.

Hún segir að greind hestsins geri hann að góðum blindrahesti og hann vinni jákvætt. Edie segir að Panda elski vinnuna sína: "Þegar ég tek upp beislið, finn ég hvað hún er tilbúin, og henni finnst þetta gaman."

Af því að hestar koma úr hjörðum, hafa þeir tilfinningu fyrir því hvert hlutir eru að fara og hjálpa til við að aðlagast breytingum á hreyfingu.

Þegar Panda er ekki að vinna leggur hún sig á teppi, eða leikur við leikföng. Ef hún þarf að komast út, hringir hún lítilli bjöllu sem hangir á hurðarhún.

Samveran við Pöndu er tilraunaverkefni, segir Edie, en það gengur vel. Lífshorfur hestsins eru 30 til 40 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×