Erlent

Kína varar við víni og konum

Kínverjum er mikið í mun að orðspor þeirra skaðist ekki þegar augu heimsins berast að borginni á Ólympíuleikunum árið 2008.
Kínverjum er mikið í mun að orðspor þeirra skaðist ekki þegar augu heimsins berast að borginni á Ólympíuleikunum árið 2008. MYND/AP Images

Yfirvöld í Kína hafa varað ríkisstjórnina og starfsmenn Ólympíuleikanna við því að taka þátt í spillingu eða siðlausri hegðun þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Peking árið 2008. Kommúnistaflokkurinn í Peking varaði embættismenn og opinbera starfsmenn við því að dreifa orku sinni í vín eða konur. Haft er eftir kínverska dagblaðinu, the China Daily, að fylgst verði með embættismönnum og hvort lífstíll þeirra sé nægilega ábyrgur.

Liu Qi skipuleggjandi leikanna varaði einnig starfsmenn við því að heimsækja "skemmtibúllur" eftir vinnu.

Wang Qishan borgarstjóri Peking sagði að augu heimsins verði á Peking og er búist við 30 þúsund fréttamönnum til borgarinnar vegna leikanna. Qishan sagði að ef ekki tækist vel til: "Mun ekki aðeins okkar kynslóð missa andlitið, heldur einnig afkomendur okkar."

Viðvörunin kemur í kjölfar sakamáls þar sem fyrrum aðstoðarborgarstjóri Pekingborgar er sakaður um að þiggja mútur í tengslum við uppbyggingu ólympíuþorpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×