Erlent

Steinaldarþorp í grennd við Stonehenge

Leirgólfin í steinaldarþorpinu við Stonehenge, skera sig vel úr.
Leirgólfin í steinaldarþorpinu við Stonehenge, skera sig vel úr. MYND/National Geographic

Breskir fornleifafræðingar hafa fundið rústir af stóru þorpi í grennd við Stonehenge, sem talið er að hafi tengst hinum fornu steinhleðslum. Þorpið er þá um 4600 ára gamalt og það stærsta sem fundist hefur í Bretlandi, frá síðari hluta steinaldar. Fornleifafræðingarnir telja sig hafa fundið tuttugu og fimm húsastæði og telja að þau séu mun fleiri. Þá grunar að íbúarnir hafi unnið við að reisa Stonhenge.

Slóði liggur í gegnum steina-hringinn mikla og niður að Durrington veggjunum svokölluðu sem eru í dalverpi í um þriggja kílómetra fjarlægð. Það er við Durrington veggina sem þorpið fannst. Stonehenge-slóðinn er í beinni línu við sumarsólstöur en hlið í Durrington veggnum í beinni línu við vetrarsólstöður.

Á leirgólfum húsastæðanna hafa vísindamennirnir fundið útlínur af rúmum og trékistum eða skápum, og 4600 ára gamalt rusl, eins og dýrabein og brennda steina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×