Innlent

Svifryksmengun í Reykjaneshöll óviðunandi

Guðjón Þórðarson á æfingu í Reykjaneshöll.
Guðjón Þórðarson á æfingu í Reykjaneshöll. MYND/Valgarður Gíslason

Svifryksmengun í íþróttahöll Reykjanesbæjar er langt yfir heilsuverndarmörkum samkvæmt niðurstöðum mælinga Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Þetta kemur fram í Víkurfréttum í dag en þar segir einnig að heilbrigðisyfirvöld hafi ítrekað veitt bæjaryfirvöldum frest til að skila úrbótaáætlun. Síðasti fresturinn rann út í gær en ljóst er að skipta þarf um gervigras. Kostnaðurinn við það nemur 25-30 milljónum króna en ekki liggur fyrir hvað bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ ætla að gera í málinu. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaðarlið á fjárhagsáætlun hjá bænum sem þarf að bera kostnaðinn.

Í samtali við Víkurfréttir sagði Magnús Guðjónsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að ákvörðun yrði tekin um hvort gefin verði út aðvörun t.d. til foreldra barna með öndunarfærasjúkdóma. Hann sagði: "En það er alveg augljóst að þetta getur ekki haldið svona áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×