Erlent

Karadzic sagður í Rússlandi

Radovan Karadzic
Radovan Karadzic MYND/Le Monde

Dagblað í Bosníu segir að Radovan Karadzic, sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi, sé í felum í Rússlandi. Blaðið segist hafa þetta eftir heimildarmönnum innan bosnisku leyniþjónustunnar, sem hafi hlerað millilandasímtöl. Rússar segjast ekkert vita um dvalarstað Serbans.

Radovan Karadzic var leiðtogi bosníuserba í stríðinu þar í landi. Hann og yfirhershöfðingi hans, Ratko Mladic eru sakaðir um að bera ábyrgð á mörgum fjöldamorðum í stríðinu, meðal annars í Srebrenica, þar sem áttaþúsund múslimar voru myrtir.

Karadzic og Mladic hafa báðir verið sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, og alþjóðlegar handtökuskipanir gefnar út á hendur þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×