Erlent

35 létu lífið í átökum í Kongó

Stuðningsmenn Bemba standa vörð í höfuðborginni Kinshasa fyrir kosningarnar á síðasta ári.
Stuðningsmenn Bemba standa vörð í höfuðborginni Kinshasa fyrir kosningarnar á síðasta ári. MYND/AP

Fleiri en 35 manns létu lífið í Kongó í dag á átökum á milli stuðningsmanna Jean-Pierre Bemba og öryggissveita ríkisstjórnarinnar. Bemba tapaði forsetakosningum fyrir Joseph Kabila á síðasta ári. Stuðningsmenn Bemba voru hins vegar að mótmæla úrslitum fylkistjórakosninga í Kongó, sem fram fóru í janúar, en fylgismenn Kabila unnu stórsigur í nær öllum fylkjum landsins.

Stjórnarandstaðan, með Bemba í broddi fylkingar, hefur ásakað fylgismenn Kabila um að nota mútur til þess að sigra í kosningunum. Þeir hafa harðneitað ásökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×