Tölvuleikjafíkn vaxandi vandamál 1. febrúar 2007 18:53 Unglingur í Hafnarfirði gekk berseksgang á heimilinu sínu í gærkvöldi af því að foreldrar hans sögðu upp nettengingu og hann gat ekki spilað uppáhalds tölvuleikinn sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn og segir að tilfellum af þessu tagi fara fjölgandi. Engin sérstök úrræði eru fyrir tölvuleikjafíkla hér á landi og viðfangsefnið er órannsakað. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á barna og unglingageðdeild landsspítalans telur þörf á rannsóknum en segir um hegðunarvanda að ræða. Foreldrar þurfi að setja börnum mörk í rólegheitum og mjög mikilvægt sé að þau samþykki og viðurkenni mörkin, þá sé auðveldara að framfylgja þeim. Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson er kennari og heldur fyrirlestra um tölvuleikjafíkn. Hann varð sjálfur fíkill árið 1977 þegar fyrstu Pacman spilakassarnir komu til landsins. Hann segist fyrst hafa lent í vandamáli 12 ára gamall þegar hann eyddi blaðburðarlaunum í spilakassa. Þegar PC tölvur urðu algengari varð Þorsteinn enn háðari tölvuleikjum. Hann fékk svo nóg 33 ára gamall og hætti. Afleiðingarnar voru kvíðaköst og þunglyndi. Hann áttaði sig á því að hann hafði sóað mörgum árum. Hann sagði: "Ég bjó hjá mömmu, átti ekkert, ekki heldur konu eða fjöskyldu." Hann segir stöðuna lýsandi fyrir marga sem hann þekki. Þorsteinn heldur fyrirlestra í grunnskólum um tölvuleikjafíkn. Fyrirlestrana hefur hann haldið frá því í haust og segist finna fyrir auknum áhuga á málefninu. Hann segir engin meðferðarúrræði eða stuðningshópa til; "Þetta er fíkn, sem þarf að takast á við sem fíkn." Magnús Þóroddsson er 19 ára nemandi í Fjölbraut í Ármúla. Hann telst ósköp eðlilegur ungur maður og skammtar sér tíma til að leika tölvuleiki á hverjum degi. Það eru að meðaltali þrír til fjórir klukkutímar á dag, en hann hefur gleymt sér í leiknum í einn til tvo sólarhringa, ... án þess að sofa. "Þá situr maður bara fyrir framan skjáinn, hooked á þessu." Ólafur telur að tölvuleikjafíkn þurfi að rannsaka, bæði hér á landi og erlendis. Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Unglingur í Hafnarfirði gekk berseksgang á heimilinu sínu í gærkvöldi af því að foreldrar hans sögðu upp nettengingu og hann gat ekki spilað uppáhalds tölvuleikinn sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn og segir að tilfellum af þessu tagi fara fjölgandi. Engin sérstök úrræði eru fyrir tölvuleikjafíkla hér á landi og viðfangsefnið er órannsakað. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á barna og unglingageðdeild landsspítalans telur þörf á rannsóknum en segir um hegðunarvanda að ræða. Foreldrar þurfi að setja börnum mörk í rólegheitum og mjög mikilvægt sé að þau samþykki og viðurkenni mörkin, þá sé auðveldara að framfylgja þeim. Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson er kennari og heldur fyrirlestra um tölvuleikjafíkn. Hann varð sjálfur fíkill árið 1977 þegar fyrstu Pacman spilakassarnir komu til landsins. Hann segist fyrst hafa lent í vandamáli 12 ára gamall þegar hann eyddi blaðburðarlaunum í spilakassa. Þegar PC tölvur urðu algengari varð Þorsteinn enn háðari tölvuleikjum. Hann fékk svo nóg 33 ára gamall og hætti. Afleiðingarnar voru kvíðaköst og þunglyndi. Hann áttaði sig á því að hann hafði sóað mörgum árum. Hann sagði: "Ég bjó hjá mömmu, átti ekkert, ekki heldur konu eða fjöskyldu." Hann segir stöðuna lýsandi fyrir marga sem hann þekki. Þorsteinn heldur fyrirlestra í grunnskólum um tölvuleikjafíkn. Fyrirlestrana hefur hann haldið frá því í haust og segist finna fyrir auknum áhuga á málefninu. Hann segir engin meðferðarúrræði eða stuðningshópa til; "Þetta er fíkn, sem þarf að takast á við sem fíkn." Magnús Þóroddsson er 19 ára nemandi í Fjölbraut í Ármúla. Hann telst ósköp eðlilegur ungur maður og skammtar sér tíma til að leika tölvuleiki á hverjum degi. Það eru að meðaltali þrír til fjórir klukkutímar á dag, en hann hefur gleymt sér í leiknum í einn til tvo sólarhringa, ... án þess að sofa. "Þá situr maður bara fyrir framan skjáinn, hooked á þessu." Ólafur telur að tölvuleikjafíkn þurfi að rannsaka, bæði hér á landi og erlendis.
Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira