Erlent

Frönsk stjórnvöld styrkja tölvuleikjaframleiðendur

Jacques Chirac, forseti Frakklands.
Jacques Chirac, forseti Frakklands. MYND/AP

Á sama tíma og íslenskar fjölskyldur lenda í vandræðum vegna barna og unglinga sem hafa ánetjast tölvuleikjum hafa frönsk stjórnvöld ákveðið að styrkja þarlenda tölvuleikjaframleiðendur. Franska þingið samþykkti í dag að veita fyrirtækjum sem þróa „menningarlega tengda“ tölvuleiki skattaafslátt.

Aðgerðir stjórnvalda miða að því að halda tölvuleikjaiðnaðinum í Frakklandi. Þær eru tilkomnar vegna síaukins mikilvægis tölvuleikja en stjórnvöld þar áætla að 15 milljónir Frakka spili tölvuleiki reglulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×