Innlent

Skattur lagður á nagladekk?

Umhverfisráðuneytið og Akureyrarbær boðuðu til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem kynnt var ný skýrsla um svifryksmengun á Íslandi og leiðir til úrbóta. Þar kom fram að svifryksmengun horfir í að verða alvarlegt vandamál og boðar umhverfisráðherra aðgerðir sem byggðar eru á tillögu starfshóps. Þar verður þeim sem aka um á nagladekkjum refsað með því að greiða hærri tolla en þeir sem nota ónegld dekk.

Á Akureyri fer svifryksmengun oftar á ári yfir heilsuverndarmörk en í Reykjavík en breytilegir þættir eins og veður og umferð skipta miklu. Sérstakt hrós fékk þó Akureyrarbær fyrir að hafa um áramótin felltniður gjaldtöku í strætó en auknar almenningssamöngur vega þungt í að halda menguninni niðri

Tillögur starfshópsins til úrbóta ganga út á tilmæli fremur en boð og bönn en að óbreyttu bitnar ástandið mjög á komandi kynslóðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×