Erlent

Fjármögnuðu ekki Hamas

Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas samtakanna.
Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas samtakanna. MYND/AP

Tveir bandarískir Palestínumenn voru í dag sýknaðir af ákærum um að fjármagna Hamas samtökin. Þeir áttu að hafa safnað peningum og sent til Hamas frá Bandaríkjunum. Bandaríkin, Evrópusambandi og Ísrael skilgreina Hamas sem hryðjuverkasamtök.

Mennirnir tveir, Muhammad Salah, 53 ára verslunareigandi frá Chicago, Illinois, og Abdelhaleem Ashqar, 48 ára háskólakennari frá Springfield, Virginíu, voru sakaðir um að hafa stundað athæfið frá árinu 1988 til ársins 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×