Erlent

45 létust og 150 slösuðust

MYND/AP

Lögregla í Írak skýrði frá því í kvöld að 45 manns hefðu látið lífið og 150 slasast í tveimur sjálfsmorðsárásum á fjölförnum markaði í bænum Hilla í Írak í dag. Lögreglumaður reyndi að stöðva annan þeirra og leita á honum en þá sprengdu báðir mennirnir sig upp.

Bærinn er 120 kílómetra suður af Bagdad og í honum búa mestmegnis sjía múslimar. Fyrir rúmi ári síðan var gerð svipuð árás á sama stað og létust þá fleiri en 120 manns. Síðan þá hefur öryggisgirðing verið um markaðinn og tók lögregla eftir mönnunum þar. Þegar lögreglan gerði sig líklega til þess að leita á þeim sprengdu þeir sig í loft upp.

Markaðir í Írak þykja nú algengari skotmörk sprengjumanna en áður, bæði í Bagdad og annars staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×