Erlent

Skelfileg framtíð Indlands

Sjötíu prósent vinnandi manna á Indlandi starfa í landbúnaði.
Sjötíu prósent vinnandi manna á Indlandi starfa í landbúnaði.
Hlýnandi loftslag er þegar farið að taka þungan toll af Indlandi og það er verra í vændum. Eitt alvarlegasta vandamálið er að bráðnun jökla hefur tvöfaldast. Gangotri jökullinn sem hörfaði 19 metra á ári árið 1971 minnkar nú um 34 metra á ári. Bráðnun jöklanna í Himalayafjöllum mun hafa skelfilegar afleiðingar í framtíðinni. Jöklarnir sjá fljótum landsins fyrir vatni og fimmhundruð milljónir manna sækja vatn sitt í fljótin.

Við þetta bætist að hækkandi yfirborð sjávar er farið að kaffæra eyjar undan austurströnd Indlands. Þar hafa tvær eyjar sokkið í sæ síðasta áratuginn og tugþúsundir manna misstu heimili sín og viðurværi. Þá má geta þess að hækkandi hitastig mun hafa áhrif á hinar árlegu monsún rigningar sem getur leitt til þess að uppskera minnki stórlega. Er líkum leitt að því að tekjur af landbúnaði minnki um níu til tuttugu og fimm prósent.

Landbúnaður skilar 22 prósentum af þjóðarframleiðslu Indlands og 70 prósent vinnandi manna starfa í landbúnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×