Innlent

Ríkiseinokun bjór- og vínsölu aflétt?

Guðlaugur Þór Þórðarson spjallar við Helga Hjörvar og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur á Alþingi, en hann er mættur til starfa á ný eftir veikindi.
Guðlaugur Þór Þórðarson spjallar við Helga Hjörvar og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur á Alþingi, en hann er mættur til starfa á ný eftir veikindi. MYND/GVA

Frumvarp um að aflétta ríkiseinokun af sölu á víni og bjór var lagt fram á Alþingi í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður lagði frumvarpið fram og sagði að það hafi komið honum á óvart hversu margir tóku þátt í umræðunni, en flutningsmenn voru 14.

Frumvarpið leggur til að aldurstakmark sölufólks verði 20 ár eins og kaupendanna. Guðlaugur sagði að einungis væri um tímaspursmál að ræða hvenær einkasala yrði leyfð á víni og bjór; "Þetta er eins og með alla aðra ríkiseinokun, henni verður aflétt. Þetta er bara tímaspursmál." Frumvarpinu hefur verið vísað til umfjöllunar í allsherjarnefnd.

Guðlaugur er kominn aftur til starfa á þinginu eftir veikindi, en hann brenndist illa á baki í desember. Hann segist vera á góðum batavegi. "Ég reyni að passa mig að fara ekki of geyst og hlakka til að takast á við verkefni þingsins og kosningabaráttuna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×