Innlent

Misskilja eðli Þróunarráðs Indlands

Loftslagsskýrslan, sem boðuð var í dag, boðar ógnvænleg tíðindi að mati Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Hann segir að samkvæmt henni geta áhrifin orðið verri en af báðum heimstyrjöldum síðustu aldar. Hann telur að gagnrýni á setu hans í Þróunarráði Indlands sé að hluta byggð á misskilningi og skorti á þekkingu á eðli ráðsins.

Loftslagsskýrslan markar tímamót segir forsetinn enda geta loftslagsbryeitngarnar hróflað við lífsskilyrðum milljarða manna. Hún boðar ógnvænleg tíðindi. ekki síst á norðurslóðum þar sem talið er að áhrif loftslagsbreytinga séu umtalsvert meiri en annars staðar. Telur Ólafur Ragnar að áhrifin sem skýrlsan boðar séu meiri en af báðum heimssyrjöldum síðustu aldar.

Formaður loftslagsnefndarinnar, Dr. Rajendra Patsjúri var hér á landi á liðnu ári, gestur forseta Íslands, en hann gegnir einnig formennsku í Þróunarráði Indlands. Var Patsjúri hvatamaður að því að fá Ólaf Ragnar í ráðið sem hefur vakið upp nokkurn kurr, einkum frá Halldóri Blöndal, formanni utanríkismálanefndar. Það eru tengsl á milli starfa loftslagsnenfdarinnar og starfa Þróunarráðsins, en bráðnun jökla í Himmalaya eru gríðarlegt hagsmunamál fyrir Indverja. Segir Ólafur Ragnar að hann telji að íslenskir vísindamenn geti komið að rannsóknum á þessu sviði. Aðspurður um það hvort gagnrýni á setu hans í Þróunarráði Indlands sé byggð á misskilningi segir Forsetinn að svo kunni að vera og að menn hafi ekki kynnt sér til hlýtar hvað í þessu ráði felst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×