Erlent

Bush mun biðja um 100 milljarða

Bush mun biðja um 100 milljarða dollara sem eru um 7.000 milljarðar íslenskra króna.
Bush mun biðja um 100 milljarða dollara sem eru um 7.000 milljarðar íslenskra króna. MYND/AP

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, mun biðja bandaríska þingið um 100 milljarða dollara aukafjárveitingu til þess að sjá um kostnað vegna veru hersins í Afganistan og Írak. Talsmenn ríkisstjórnar Bush sögðu síðar í dag að á næsta ári yrði upphæðin enn hærri, eða um 141 milljarður dollara.

Bush mun einnig leitast eftir því að tryggja sér fjármuni annars staðar þar sem talið er að kostnaðurinn á næsta ári verði í kringum 145 milljarða dollara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×